Skýrsla aganefndar

Í nefndinni sitja Þórður  Ingason og Gunnar Viðar. Aganefnd þurfti aldrei að koma saman þetta árið vegna agabrots eða annara mála. Félagsmenn voru því agalega góðir heilt yfir og vonandi halda allir áfram á sömu nótum á komandi ári.

Til umhugsunar fyrir félagsmenn þá vill aganefnd benda kylfingum á að gæta vel að öryggi starfsmanna sem hafa forgang við vinnu sína, mál af slíku tagi bárust skrifstofu GO á árinu þó ekki hafi talist nauðsynlegt að þau tilteknu mál færu á borð aganefndar. Aganefnd mun fylgjast náið með slíku í framtíðinni enda ástæða til að kylfingar sýni sérstaka aðgát við spil þegar starfsmenn eru nærri og fari eftir þeim reglum sem gilda alltaf eða eru settar tímabundið.

Fh. aganefndar
Þórður Ingason