Við höfum boðið meistaraflokkum karla og kvenna, börnum og unglingum og svo eldri keppniskylfingum í 50+ upp á vetrar og sumaræfingar og nýtt þar velvilja GKG varðandi vetraræfingar í Kórnum og unað svo vel í heimahögum á sumrin.
Við finnum þó að það þrengir að okkar aðgengi í aðstöðunni í Kórnum og nauðsynlegt að herja áfram á bæjaryfirvöld að koma að málum með okkur varðandi framtíðar æfingaaðstöðu í okkar nágrenni eða helst innan svæðis. Samtöl okkar við Garðabæ í sumar gefa von um mögulega aðstöðu fyrir okkur með nýtingu á rými í húsnæði íþróttahúss í Urriðaholti. Við bíðum spennt eftir að sjá hvernig þau mál þróast og vonandi verður það fyrsta skrefið í þá átt að uppbygging innan svæðis verði að veruleika. Það er öruggt að þannig fengjum við betri tengingu við okkar heildarstarf sem íþróttafélag eins og við sjáum þróunina í Íþróttamiðstöðinni hjá GKG sem þjónar bæði íþrótta, félags og almenningsstarfi og styður þannig vel við lýðheilsumál sem alltaf er verið að kalla eftir.
Æfingaárið hófst um miðjan janúar 2024 en okkar yngri iðkendur fengu tækifæri frá nóvember 2023 að hefja sitt starf. Við sameinuðum æfingahópa enn frekar á milli ára í eldri hópum og nýttum fimmtudags og föstudags eftirmiðdaga fram á kvöld undir æfingar okkar eldri hópa í ár. Ungmenni í barna og unglingastarfi æfðu þrisvar í viku þar sem bætt var við styrktar æfingum í Miðgarði til að mæta auukinni þörf fyrir fleiri æfingar í viku og æfingar voru vel sóttar. Æft var inni fram undir lok mars og þá færðum við æfingar á okkar æfingasvæði, Lærling þar sem við áttum góðar stundir eins og ávallt.
Á plani ársins voru tvær æfingaferðir, barna og unglingastarf stóð fyrir frábærlega vel heppnaðri æfingaferð til Costa Ballena og við gerum nánar grein fyrir þeirri ferð í sér pistli um barna og unglingastarf. Meistaraflokkur karla og nokkrir kappar í 50+ sveit karla stukku svo í 4 daga æfingaferð í lok apríl til Englands sem heppnaðist vel og alveg þess virði að skoða slíkar ferðir á næstu árum til að þétta stemminguna í æfingahópum eldri kylfinga.
Einn megintilgangur æfingastarfsins er að undirbúa og senda fulltrúa til leiks á Íslandsmót golfklúbba í þeim aldurflokkum sem við erum með æfingahópa. Í yngri æfingahópum áttum við frábæra fulltrúa á Íslandsmótum golfklúbba 12 ára og yngri og 14 ára og yngri og hægt er að lesa um árangur þeirra í skýrslu um barna og unglingastarf. En hér neðst í pistli verður yfirlit yfir keppendur og mót sem við áttum fulltrúa í á árinu.
Í ár sendum við sex keppnissveitir til leik flokkum fullorðinna. Meistaraflokka karla og kvenna, lið 50+ karla og kvenna og svo fulltrúa 65 + karla og kvenna sem tóku þátt í LEK móti golfklúbba (óformlegt Íslandsmót þess aldursflokks) og við rennum hér fyrir neðan yfir árangur þeirra keppnissveita.
Meistaraflokkur kvenna
Íslandsmót golfklúbba 2024 í 1. deild kvenna var leikið á Strandarvelli á Hellu dagana 25. – 27. Júlí og þar áttum við fulltrúa eins og undanfarin ár. Hrafnhildur Guðjónsdóttir okkar margfaldi klúbbmeistari var fjarri góðu gamni í ár þar sem hún var ólétt og var því í hlutverki aðstoðar liðsstjóra í ár enda erfitt að sleppa alveg hendinni af svona skemmtilegu móti.
Lið GO skipuðu þær Auður Björt Skúladóttir, Auður Skúladóttir, Berglind Rut Hilmarsdóttir, Dídí Ásgeirsdóttir, Eydís Inga Einarsdóttir, Helena Kristín Brynjólfsdóttir, Hildur Magnúsdóttir og Íris Lorange Káradóttir. Liðstjóri var Giovanna Steinvör Cuda og Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Phill Hunter fylgdu liðinu á keppnissvæðinu.
Alls tóku sjö lið þátt þetta árið í 1. deild kvenna í keppni um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2024 og var liðunum skipt í tvo riðla. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komust í undanúrslit en okkar konur höfnuðu í þriðja sæti A-riðils á eftir liðum GR og GKG og léku því í úrslitakeppni um 5 – 8. Sæti. Þar mættu okkar konur liðum Selfoss og Skagafjarðar og keppnin var jöfn og spennandi. Eftir sigur á Selfossi og naumt tap fyrir liði Skagafjarðar raðaðist í sæti eftir innbyrðis sigrum og 6. Sætið varð niðurstaðan í ár hjá okkar konum.
Lokastaðan varð þessi og lið GM að vinna sinn þriðja titil í röð.
1. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
2. Golfklúbburinn Keilir, GK
3. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
4. Golfklúbbur Kópavogs – og Garðabæjar, GKG
5. Golfklúbbur Selfoss, GOS
6. Golfklúbburinn Oddur, GO
7. Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS
Meistaraflokkur karla
Meistaraflokkur karla lék í 2. deild og keppt var í Vestmannaeyjum hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja dagana 23. – 25. Júlí. Átta golfklúbbar voru mættir til leiks og keppt var eins og áður um eitt laust sæti í 1. Deild að ári og ljóst að keppni yrði hörð.
Lið GO var í B-riðli með liðum GKB (Kiðjaberg), GL (Leynir) og liði Esju. Eftir hörkuleiki, tvö naum töp á móti GKB og GL og jafntefli við lið Esju, enduðu okkar kappar í neðri hluta úrslitakeppninnar og því hófst keppni við lið Bolungarvíkur, Leynis og Skagafjarðar um að halda sér í deildinni.
Lið GO lék fyrst við lið Bolungarvíkur og tapaði naumlega 3/2 og því var ljóst að liðið yrði að sigra lokaleik sinn í mótinu gegn liði Skagafjarðar. Sá leikur var spennandi en okkar kappar sýndu hvað í þeim býr og höfðu 3/2 sigur og því ljóst að sætið í deildinni væri tryggt.
Lið GO skipuðu Rögnvaldur Magnússon, Tómas Sigurðsson, Skúli Ágúst Arnarson, Axel Óli Sigurjónsson, Gunnar Guðjónsson, Óskar Bjarni Ingason, Sigurður Árni Þórðarson og Bjarki Þór Davíðsson. Liðsstjóri var Bergur Dan Gunnarsson.
Lokastaðan varð þessi og lið heimamanna GV sigraði.
1. Golfklúbbur Vestmannaeyja, GV
2. Nesklúbburinn
3. Golfklúbburinn Esja
4. Golfklúbbur Kiðjabergs, GKB
5. Golfklúbbur Bolungarvíkur, GBO
6. Golklúbburinn Leynir
7. Golfklúbburinn Oddur,
8. Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS
Keppnislið GO 50 + karlar
Lið GO 50 +karla mætti til leiks í 1. deild karla eftir frækinn sigur í Sandgerði 2023 og mótið í ár fór fram í Þorlákshöfn dagana 23. – 25. ágúst. Okkar kappar voru í sterkum A-riðli mótsins með liðum Golfklúbbs Setbergs, Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og náði sér ekki á flug í riðlakeppninni og hafnaði liðið í neðri hluta úrslitakeppninnar og þar hófst baráttan um að halda sætinu í deildinni. Eftir nokkuð jafna og spennandi keppni var ljóst að lokaleikur mótsins gegn liði GA væri hreinn úrslitaleikum um sæti í deildinni og þar höfðu GA menn betur þrátt fyrir jafnan leik og ljóst að fall var niðurstaðan og 2. Deildin verður hlutskipti okkar kappa á nýju ári.
Lið GO var þannig skipað, Óskar Bjarni Ingason, Svavar Geir Svavarsson, Jóhann Pétur Guðjónsson, Sigurhans Vignir, Phill Hunter, Bjartur Logi Finnsson, Davíð Arnar Þórisson, Vignir Freyr Andersen. Liðsstjóri og liðsmaður var svo Guðjón Steinarsson.
Keppnislið GO 50 + konur
Íslandsmót golfklúbba í flokki kvenna +50 ára fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 22.-24. ágúst og þar áttum við okkar fulltrúa. Lið GO kvenna lék í B-riðli með sterkum sveitum GR, GKG og GL. Í 1. umferð mættu okkar konur nágrönnum okkar í GKG og þar höfðu GKG konur sigur 3 -2. Í 2. umferð var leikur við lið GR kvenna sem tapaðist 4 – 1 og því ljóst að síðasti leikur í riðlakeppni við lið GL væri mikilvægur og þar náðu okkar GO konur í góðan sigur 3 – 2 og fóru því í ágætum málum inn í baráttuna um að halda sér í deildinni í keppni um 5 – 8. Sæti.
Í 4. umferð var leikur við lið GM og okkar konur voru nálægt sigri þar en leikurinn féll með liði GM sem hafði 3-2 sigur og ljóst að mikilvægur leikur væri framundan til að tryggja sæti okkar kvenna í deildinni enda keppni jöfn í neðri hlutanum fyrir lokaleikinn. Í lokaleiknum léku okkar konur við lið GKB (Kiðjaberg) og höfðu góðan sigur sem færðu okkar konur í efsta sæti í neðri hluta úrslitakeppninnar og 5. Sætið því þeirra sem sannaði mikilvægi þess að sækja stig/vinning í töpuðum leikjum sem unnum leikjum.
Lið GO var þannig skipað: Dídí Ásgeirsdóttir, Auður Skúladóttir, Anna María Sigurðardóttir, Kristjana S. Þorsteinsdóttir, Ágústa Arna Grétarsdóttir, Berglind Rut Hilmarsdóttir, Aldís Björg Arnardóttir, Björg Þórarinsdóttir og Elín Hrönn Ólafsdóttir. Liðsstjóri var Rögnvaldur Magnússon.
Keppnislið GO 65 + karlar
Við áttum fulltrúa á óformlegu Íslandsmóti golfklúbbi í flokki 65 ára og eldri sem haldið hefur verið í þrígang af LEK, samtökum eldri kylfinga. Lið GO var að leika í 2. Deild í ár og mótið fór fram í Hveragerði dagana 13. – 14. Ágúst. Það er skemmst frá því að segja að okkar kappar stóðu uppi sem sigurvegarar og flugu því beint upp í fyrstu deild að nýju sem gleður þá og okkur að sjálfsögðu. Alls voru 6 lið í 2. Deild í ár.
Leikur 1 var við lið Flúða í fyrsta leik og sigur vannst þar 2,5 / 0,5
Leikur 2 var við lið Selfoss og sigur vannst í þeim leik 2 / 1
Leikur 3 var við lið Leynis og sigur vannst í þeim leik 2 / 1
Leikur 4 var gegn liði Kiðjabergs og vannst sá leikur einnig 2 / 1
Leikur 5 var svo gegn liði heimamanna í GHG og höfðu okkar kappar sigur þar 2 / 1 og því kláruðu þeir mótið með fullt hús stiga.
Liðið skipuðu þeir Gunnlaugur Magnússon, Ragnar Gíslason, Jóhannes Rúnar Magnússon, Páll Kristjánsson, Guðmundur Ragnarsson og Þór Geirsson. Páll þurfti reyndar að draga sig úr móti með skömmum fyrirvara en lofar að koma inn á næsta ári sterkur. Liðsstjóri var Ægir Vopni Ármannsson
2.deild karla 65 + í Hveragerði.
Lokastaða:
1.sæti Golfklúbburinn Oddur
2.sæti Golfklúbburinn Leynir
3.sæti Golfklúbbur Hveragerðis
4.sæti. Golfklúbbur Kiðjabergs
5.sæti Golfklúbburinn Flúðir
6.sæti Golfklúbbur Selfoss
Keppnislið GO 65 + konur
GO konur mættu til leiks á LEK mót golfklúbba kvenna sem haldið var á Vatnsleysuströnd í ár og alls voru 8 lið skráð til leiks. Okkar konur léku í A- riðli þar sem þær mættu liðum GKG, Nesklúbbsins og GL. Eftir baráttuleiki í riðlakeppni var ljóst að okkar konur væru á leið í keppni um 5 – 8. Sæti og það léku þær við lið Keilis og Golfklúbb Suðurnesja. Lið GO hafnaði í 5. sæti með jafn mörg stig en innbyrðis betri árangur í heildarmótinu en GK sem nam 0,5 vinning og því var niðurstaðan sú sama og árið 2023 nánast upp á staf.
Liðið skipuðu þær Björg Þórarinsdóttir, liðsstjóri, Ingibjörg Sigurrós Helgadóttir, Kristín Erna Guðmundsdóttir, Snjólaug Elín Bjarnadóttir, Magnhildur Baldursdóttir, Margrét Ólafsdóttir og Hervör Lilja Þorvaldsdóttir sem einnig var liðsstjóri.
Á árinu áttum við svo þátttakendur í eftirfarandi mótum á vegum Golfsambands Íslands og LEK samtökum eldri kylfinga.
Nettó Golf14 – Mýrin
10 ára og yngri drengir
Eiríkur Bogi Karlsson 3. sæti
Eyþór Kári Stefánsson 7. sæti
Ágúst Högni Júlíusson 13. sæti
10 ára og yngri stúlkur
Ásta Sigríður Egilsdóttir 3. sæti
Hekla Ólafsdóttir 4. Sæti
12 ára og yngri drengir
Garðar Ágúst Jónsson 2. Sæti
Aron Snær Pálsson 3. Sæti
12 ára og yngri stúlkur
Katrín Emilía Ingvarsdóttir 5. Sæti
Margrét Birta Snorradóttir 6. Sæti
Edda Friðriksdóttir 7. Sæti
14 ára og yngri stúlkur
Katla Lena Ólafsdóttir 7. Sæti
Jara Elísabet Gunnarsdóttir 9. Sæti
Unglingamótröðin Nettó mótið GKG
Bjartur Karl Matthíasson
Íslandsmót Golfklúbba U14 stúlkur, sameiginleg sveit með NK,
5.sæti.
Fulltrúar GO voru:
Katrín Lilja Karlsdóttir
Katrín Emilía Ingvarsdóttir
Emilía Sif Ingvarsdóttir
Íslandsmót Golfklúbba U14 drengir, sameiginleg sveit með GHG (Hveragerði)
10. Sæti.
Fulltrúar GO voru:
Aron Snær Pálsson
Garðar Ágúst Jónsson
Íslandsmótið í Höggleik 14 ára og yngri
12 ára og yngri drengir
Eiríkur Bogi Karlsson
Aron Snær Pálsson
12 ára og yngri stúlkur
Emilía Sif Ingvarsdóttir
Ásta Sigríður Egilsdóttir
Katrína Emilía Ingvarsdóttir
Unglingamótaröðin Íslandsmót í Holukeppni Sandgerði
Ásta Sigríður Egilsdóttir
Emilía Sif Ingvarsdóttir
Eiríkur Bogi Karlsson
Aron Snær Pálsson
Íslandsmót Golfklúbba 12 ára og yngri
Gula Deildin
4. Sæti
Ásdís Emma Egilsdóttir
Katrín Emilía Ingvarsdóttir
Margrét Birta Snorradóttir
Edda Friðriksdóttir
Petra Guðríður Sigurjónsdóttir
Thelma Clausen Halldórsdóttir
Bláa Deildin
4. Sæti
Eiríkur Bogi Karlsson
Emilía Sif Ingvarsdóttir
Garðar Ágúst Jónsson
Ásta Sigríður Egilsdóttir
Jóhann Eiríksson
Kristján Kári Guðmundsson
Golf14 GR í samstarfi við N1
12 ára og yngri stúlkur
Ásta Sigríður Egilsdóttir
12 ára og yngri drengir
Eiríkur Bogi Karlsson
LEK mót 1
Keppendur: Þór Geirsson, Ragnar Gíslason, Hulda Hallgrímsdóttir, Ingi Þór Hermannsson, Óskar Bjarni Ingason, Einar Viðarsson Kjerúlf, Björg Þórarinsdóttir.
Björg Þórarinsdóttir vann 65 + höggleik með og án forgjafar.
Lek mót 2.
Keppendur: Þór Geirsson, Hulda Hallgrímsdóttir, Ingi Þór Hermannsson, Óskar Bjarni Ingason, Stefán Sigfús Stefánsson, Dídí Ásgeirsdóttir.
Dídí Ásgeirsdóttir sigraði í punktakeppni kvenna í + 49 ára flokki
Lek mót 3.
Keppendur: Þór Geirsson, Hulda Hallgrímsdóttir, Ingi Þór Hermannsson, Óskar Bjarni Ingason, Stefán Sigfús Stefánsson, Dídí Ásgeirsdóttir og Björg Þórarinsdóttir.
Björg Þórarinsdóttir. 3. Sæti í 65 ára og eldri höggleik með forgjöf
Lek mót 4.
Keppendur: Þór Geirsson, Óskar Bjarni Ingason og Dídí Ásgeirsdóttir.
Lek mót 5 (Íslandsmótið eldri kylfinga)
Við áttum tvo keppendur á Íslandsmóti eldri kylfinga sem haldið var í GKG á Leirdalsvelli í lok júní.
Björg Þórarinsdóttir hafnaði í 4. sæti í flokki 65 + einu höggi frá verðlaunasæti og í flokki 50 + karla hafnaði Óskar Bjarni Ingason jafn í 7. Sæti.
Lek mót nr. 6
Keppendur: Þór Geirsson, Óskar Bjarni Ingason og Björg Þórarinsdóttir.
Björg Þórarinsdóttir 3. Sæti höggleikur með forgjöf 64+
Lek mót nr. 7
Keppendur: Þór Geirsson, Óskar Bjarni Ingason, Davíð Arnar Þórsson og Björg Þórarinsdóttir.
Björg Þórarinsdóttir 1. Sæti í 64+ höggleikur með forgjöf og án forgjafar.
Lek mót nr. 8
Keppandi: Óskar Bjarni Ingason