Félagsnefnd GO var lítið starfandi á árinu þar sem megin áherslan í starfi nefndarinnar hefur verið að sinna félagsstarfi utan opnunartíma golfvallarins og það hefur fallið meira í hendur starfsmanna GO að stofna til viðburða síðustu ár. Ef einhver áhugasamur félagsmaður vill rífa þetta starf í gang er velkomið að hafa samband við skrifstofu GO og við tökum því fagnandi.
Að venju er kvennanefnd GO virk og hefur sinnt hlutverki sínu einstaklega vel og nefndarkonur gera grein fyrir starfi nefndarinnar í eigin skýrslu hér á síðunni.
- Við stóðum fyrir golfhermamóti í desember 2023 en það var ekki endurtekið á vormánuðum 2024 eins og áætlað var vegna álags hjá þeim aðilum sem reka golfherma og við skoðum það tímalega í ár að sjá hvort hægt verði að bóka tíma fyrir golfmót.
- Við auglýstum einnig jólahlaðborð GO fyrir jólin 2023 í samstarfi með okkar veitingaaðilum sem var ágætlega sótt og það væri gaman ef hægt væri að mynda stemmingu og festa slíka viðburði í sessi en til þess þarf smá drifkraft í viðbót af hendi allra.
- Það gefur starfinu hér mikið að við leitum til félagsmanna þegar kemur að því að fá hjálp eins og á hreinsunardegi sem við almennt reynum að standa fyrir á hverju ári. Þar skapast flott stemming, mikil eftirvænting er almennt í loftinu og frábært að eiga spjall og sjá svæðið vakna með þessu móti.
- Við fengum til okkar frábærann fyrirlesara, Bjarna Má Ólafsson, sem flutti fræðsluerindi um golf sem gulrót þar sem farið var í líkamþjálfun og styrktarþjálfun fyrir golfara.
- Við höfum á síðustu árum boðið börnum í Urriðaholtsskóla hingað á jólaskemmtun sem heppnast hefur gífurlega vel og styrkt tengslin við okkar nærumhverfi og gaman að sjá að við þekkjum fleiri og fleiri í hópnum á hverju ári þar sem krakkarnir hafa skilað sér í barna og unglingastarfið hér á Urriðavelli sem er að blómsta.
- Þórður Ingason, alþjóðadómari tók að sér að halda golfreglunámskeið sem við höfum reynt að standa fyrir á hverju ári og eitt af þessum skylduverkefnum og gera má meira af enda hagnast allir á því að þekkja golfreglurnar.
- Aðal félagsviðburðir ársins eru svo mest tengdir okkar mótahaldi sem fer á flug þegar við höfum opnað. Við náum frábærum tengslum við stórann hóp félagsmanna í stækkandi meistaramóti, Collab liðamótaröð GO er sívinsæl og þar fjölgar liðum á hverju ári og fyrir utan mótahald kvennastarfsins þá stendur einna hæst á hverju ári okkar frábæra bændaglíma sem verður alltaf skemmtilegri og skemmtilegri með hverju árinu.
- Við höfum svo í áranna rás staðið fyrir Golfferð GO á hausti hverju svo lengi sem elstu menn muna en í ár tókst okkur ekki að loka ferð með ferðaskrifstofum þeim sem leitað var til og því var ekki farið í árlega golfferð GO á síðasta ári. Vonandi verður það verkefni í forgangi á nýju ári enda finnst mörgum það ómissandi þáttur í starfinu og við sjáum að golfklúbbar í kringum okkur er margir að fara í fleiri en eina ferð á ári svo vissulega er markhópur hér sem sækir í félagsskap GO fólks og frábær endir á félagsstarfi óháð því hvert er farið.
- Golfhermamót
- Spenna í loftinu
- Fjölmennur hópur mættur á hreinsunardag
- Þorvaldur framkvæmdastjóri grillar af kostgæfni fyrir mannskapinn
- Ungur nemur, gamall temur
- Heimir Sigurðsson okkar aðal gróðursérfræðingur lét sig ekki vanta á hreinsunardaginn

Bjarni Már Ólafsson, sjúkraþjálfari, golfstyrktarþjálfari og eigandi Golfstöðvarinnar var með fræðsluerindið Golf sem gulrót