Eftir sterka endurkomu í barna og unglingastarfi starfsárið 2023 sem Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Auður Björt Skúladóttir PGA golfkennaranemar leiddu uppbyggingu á má segja að árið 2024 hafi verið viðburðar og lærdómsríkt. Í upphafi ársins var ljóst að vegna fjölgunar barna í íþróttastarfinu og að teknu tilliti til þess að Hrafnhildur Guiðjónsdóttir væri ólétt og yrði ekki fullvirk á komandi sumri að nauðsynlegt væri að styrkja kennarateymið okkar enn frekar. Inn var ráðinn nýr PGA kennaranemi, Íris Lorange Káradóttir.
Til að bæta og þróa íþróttastarfið var æfingum fjölgað og m.a. bætt við styrktar og hreyfifærni æfingum sem Íris tók að sér að sjá um og þær æfingar fóru fram í íþróttahúsinu Miðgarði á miðvikudögum og voru virkilega flott og nauðsynleg viðbót inn í æfingaskipulagið. Annað æfingastarf fór fram yfir vetrartímann í inniaðstöðunni í Kórnum og þó þröngt og þétt skipað hafi verið í tímum þá var stemmingin þar virkilega góð og krakkarnir duglegir.
Þegar starfið var komið á skrið var fljótt ljóst að það var stemming fyrir æfingaferð sem blundað hafði í huga Hrafnhildar að endurvekja frá fyrri tíð og skráning fór af stað og segja má að skráning hafi farið langt fram úr björtustu vonum okkar og einnig ferðaskrifstofunnar. Í apríl voru klárir 26 iðkendur og 34 foreldrar, samtals 60 manns sem flugu til Spánar til Costa Ballena golfsvæðisins í fyrstu æfingaferð barna og unglingastarfs GO í fjölda ára. Ferðin gekk eins og í sögu, Hrafnhildur, Auður og Íris sáu um kennslu og utanumhald í ferðinni. Æft var og spilað í heila 4 daga og svo dagur tekinn í skemmtigarði í nágrenninu sem vakti kátínu meðal allra. Æfingar voru frá 9 á morgnanna til 15:30 á daginn. Okkar hópur vakti mikla athygli á svæðinu en það var ekki nóg við værum með 26 iðkendur heldur voru yfir 20 af þeim undir 12 ára. Þrátt fyrir ungan aldur og marga óreynda golfara gekk ferðin svo vel að öruggt er að reynt verði aftur að slá upp ferð að ári, sem í dag þegar þetta er skrifað er raunin og fjölgun frá fyrra ári staðreynd sem er frábært. Þegar komið var heim úr æfingaferðinni tóku við æfingar í Kórnum út apríl og í byrjun maí var byrjað að æfa úti á æfingasvæðinu okkar Lærlingi.
Í mai fengum við börn úr Urriðaholtsskóla í heimsókn annað árið í röð. Það er mikilvægt að eiga í góðu sambandi við okkar nærumhverfi, enda hefur iðkendum úr Urriðaholti fjölgað í okkar íþróttastarfi. Farið var yfir helstu grunnatriðin í golfi og alveg öruggt að við munum halda áfram að byggja upp þessi tengsl við skólann. Ein afleiðan af þessari tengingu við skólann og hverfið sem var eðlilega óumflýjanleg þar sem umferð gangandi vegfarenda hefur stóraukist í átt að okkur og til baka, var að huga þurfti að öryggi á þessari leið. Sameiginleg pressa íbúa og okkar leiddi svo til þess að búið er í dag að auglýsa gerð undirgangna milli Urriðaholts og Urriðavallar sem mun þá leysa af bráðabirgða leið yfir Flóttamannaveg sem voru fyrstu viðbrögð bæjaryfirvalda að leysa málið. Þannig sjáum við að öryggi allra mun aukast til muna þegar gengið er að og frá svæðinu til að njóta þjónustu þeirrar sem við bjóðum upp á eða til að halda heim á leið að nýju.
Æfingar í sumar gengu heilt yfir mjög vel, Hrafnhildur dróg sig í hlé frá kennslu snemma þetta sumarið þar sem hún átti von á sér í september en var með allt á hreinu inni á skrifstofu langt fram að þeim tíma sem hún var sett. Auður og Íris sáu því um æfingarnar í sumar og fengu með sér í kennsluna Arnór Snæ Guðmundsson PGA golfkennaranema og Eydísi og Karl til að aðstoða þegar komu upp veikindi eða frí. Veðurfar sumarsins var rétt undir meðalvæntingum og því var oft þröngt á þingi þegar arkað var með krakkana í æfingaskýlið til að fá skjól frá veðurguðunum en í heildina gekk vel að spila þetta saman með þörfum félagsmanna á notkun á aðstöðunni og nýtingu Golf Akademíunnar fyrir námskeið og einkakennslu.
Þegar við metum aðstöðuna okkar svona eftir sumarið og þá fjölgun sem var í sumar og vænta má á næstu árum er ljóst að mikilvægt verður að huga vel að heildarskipulagi á svæðinu svo hægt sé að taka tillit til þarfra allra. Fjölga þarf básum, svæði fyrir vipp og pútt er orðið of lítið í dag og nauðsynlegt er að koma upp öruggri aðstöðu fyrir stutta spilað. Aðstaða fyrir geymslu búnaðar og afþrep fyrir t.d. barna og leikjanámskeið og það sem því fylgir þyrfti að vera í sérrými þó við reynum að spila það með annari þjónstu í golfskála sem verið að að sinna og hægt að láta slíkt ganga upp enn um sinn en öruggt að ef aðstaðan væri betri væri það starf stærra og betra.
Í æfingastarfinu var hópaskipting þannig að fjórir hópar voru virkir í sumar, einn hópur fyrir 13 til 18 ára, tveir hópar fyrir 9 til 12 ára og einn krílahópur fyrir 7 til 8 ára sem Auður sá alfarið um og gengu þær æfingar vel og öruggt að það á eftir að skila inn sér inn í starfið að geta tekið við börnum svona ungum.
Í sumar var haldið úti Ljúflings/Urriðamótaröð á miðvikudögum og alls spiluð fimm mót. Fyrsta fjögur mótin voru leikin á ljúflingi og síðasta mótið haldið á Urriðavelli, þar sem leikið var bæði af gullteigum og venjulegum teigum, allt eftir forgjöf krakkanna. Alls tóku 30 krakkar þátt í mótaröðinni í 4 deildum, á ljúflingi: 12 ára og yngri stelpur, 12 ára og yngri strákar, 13 til 15 ára stelpur og 13 til 15 ára strákar og 3 deildir á Urriðavelli: 12 ára og yngri stelpur, 12 ára og yngri strákar, 13 til 15 ára strákar.
Meistaramótið fyrir krakkanna var á fyrstu dögum meistarmótsviku í byrjun júlí og voru þau heppin með veður þetta árið. Mótið fór mjög vel fram og var lærdómsríkt fyrir iðkendur og þjálfara. Leikhraði og golfreglur eru stór hluti af mótaumhverfi og almennu spili og því tóku þjálfarar og iðkendur það með sér eftir mótið að leggja þarf áhersla á að kenna/læra golfreglur og kenna iðkendum hvernig hægt er að auka leikhraða með betra skipulagi.
Samtals tóku 30 krakkar þátt í meistaramótinu og úrslitin voru þessi:
Unglingar Urriðavöllur 13 – 15 ára Stúlkur (Punktakeppni)
- Sæti: Fríða Björk Jónsdóttir
- Sæti: Embla Dís Aronsdóttir
- Sæti: Katrín Lilja Karlsdóttir
Unglingar Urriðavöllur 13 – 15 ára Drengir (Punktakeppni)
- Sæti: Jakob Þór Möller
Unglingar Urriðavöllur 16 – 18 ára Drengir (Höggleikur)
- Sæti: Bjartur Karl Matthíasson
- Sæti: Guðmundur Óli Jóhannsson
Börn á Ljúflingi
12 ára og yngri drengir (Höggleikur)
- Sæti: Aron Snær Pálsson
- Sæti: Eiríkur Bogi Karlsson
- Sæti: Garðar Ágúst Jónsson
12 ára og yngri stelpur (Höggleikur)
- Sæti: Emilía Sif Ingvarsdóttir
- Sæti: Ásta Sigríður Egilsdóttir
- Sæti: Ásdís Emma Egilsdóttir
10 ára og yngri drengir (Punktakeppni)
- Sæti: Bjarki Már Karlsson
- Sæti: Eyþór Kári Stefánsson
- Sæti: Ingvar Ingvarsson
10 ára og yngri stelpur (Punktakeppni)
- Sæti: Hekla Ólafsdóttir
- Sæti: Aldís Tanja Muminovic
- Sæti: Thelma Clausen Halldórsdóttir
Á árinu áttum við svo þátttakendur í eftirfarandi mótum á vegum Golfsambands Íslands
Nettó Golf14 – Mýrin
10 ára og yngri drengir
Eiríkur Bogi Karlsson 3. sæti
Eyþór Kári Stefánsson 7. sæti
Ágúst Högni Júlíusson 13. sæti
10 ára og yngri stúlkur
Ásta Sigríður Egilsdóttir 3. sæti
Hekla Ólafsdóttir 4. Sæti
12 ára og yngri drengir
Garðar Ágúst Jónsson 2. Sæti
Aron Snær Pálsson 3. Sæti
12 ára og yngri stúlkur
Katrín Emilía Ingvarsdóttir 5. Sæti
Margrét Birta Snorradóttir 6. Sæti
Edda Friðriksdóttir 7. Sæti
14 ára og yngri stúlkur
Katla Lena Ólafsdóttir 7. Sæti
Jara Elísabet Gunnarsdóttir 9. Sæti
Unglingamótröðin Nettó mótið GKG
Bjartur Karl Matthíasson
Íslandsmót Golfklúbba U14 stúlkur, sameiginleg sveit með NK,
1. sæti í B. riðli og 5.sæti í heildina
Fulltrúar GO voru:
Katrín Lilja Karlsdóttir
Katrín Emilía Ingvarsdóttir
Emilía Sif Ingvarsdóttir
Íslandsmót Golfklúbba U14 drengir, sameiginleg sveit með GHG (Hveragerði)
10. Sæti.
Fulltrúar GO voru:
Aron Snær Pálsson
Garðar Ágúst Jónsson
Íslandsmótið í Höggleik 14 ára og yngri
12 ára og yngri drengir
Eiríkur Bogi Karlsson
Aron Snær Pálsson
12 ára og yngri stúlkur
Emilía Sif Ingvarsdóttir
Ásta Sigríður Egilsdóttir
Katrína Emilía Ingvarsdóttir
Unglingamótaröðin Íslandsmót í Holukeppni Sandgerði
Ásta Sigríður Egilsdóttir
Emilía Sif Ingvarsdóttir
Eiríkur Bogi Karlsson
Aron Snær Pálsson
Íslandsmót Golfklúbba 12 ára og yngri
Gula Deildin
4. Sæti
Ásdís Emma Egilsdóttir
Katrín Emilía Ingvarsdóttir
Margrét Birta Snorradóttir
Edda Friðriksdóttir
Petra Guðríður Sigurjónsdóttir
Thelma Clausen Halldórsdóttir
Bláa Deildin
4. Sæti
Eiríkur Bogi Karlsson
Emilía Sif Ingvarsdóttir
Garðar Ágúst Jónsson
Ásta Sigríður Egilsdóttir
Jóhann Eiríksson
Kristján Kári Guðmundsson
Golf14 GR í samstarfi við N1
12 ára og yngri stúlkur
Ásta Sigríður Egilsdóttir
12 ára og yngri drengir
Eiríkur Bogi Karlsson
Lokaorð
Við þökkum fyrir frábært og viðburðaríkt ár í barna og unglingastarfinu. Æfingaárið hefur farið fram úr okkar björtustu vonum eins og í fyrra. Við hlökkum til næstu ára og vonumst til að gera æfingastarfið enn betra og líflegra
Áfram GO!
Kær kveðja,
Hrafnhildur, Auður, Íris og allir sem að starfinu komu.