Golfleikjanámskeið Golfakademíu Odds

Í ár voru skipulagsbreytingar hjá okkur varðandi umsjón golfleikjanámskeiða en okkar PGA kennaranemar tóku að sér skipulag og kennslu á leikjanámskeiðum sumarsins og okkar PGA kennarar Phill og Rögnvaldur hjá Golf Akademíu Odds slepptu tökum af því eftir marga ára umsjón. Umskiptin tókust vel og haldin voru 4 námskeið og sóttu um 200 börn þau námskeið í sumar.

Gott skipulag og flottir leiðbeinendur gerðu vinnuna auðvelda en mikið var lagt upp úr því að allir þátttakendur fengju að spila og æfa.

Kennarahópurinn í ár samanstóð af Hrafnhildi (við skrifborðið), Auði og Írisi og þær fengu til liðs við sig góða aðstoðarmenn þau, Birgittu, Arnór, Karl, Bjart, Eydísi, Gio, Arnar Daða og Karen.

Iðkendum sem náð hafa tökum á íþróttinni og sýna áhuga á frekari æfingum stóð svo til boða að taka þátt í almennum æfingum klúbbsins fyrir þennan aldurshóp í samráði við íþróttastjóra GO og það bættist stöðugt í æfingahópana hjá okkur þegar leið á sumarið sem er fagnaðarefni.