Einherjar á Urriðavelli 2024

Það voru heldur færri í ár sem náðu því afreki að fara holu í höggi en að jafnaði síðustu ár en afrekið engu að síður merkilegt og við óskum þessum aðilum að sjálfsögðu innilega til hamingju með afrek sitt.

Ef einhver telur sig eiga að vera á þessum lista þá endilega hafið samband við okkur á skrifstofa@oddur.is.

Listinn hér er unninn upp af síðu einherjaklúbbsins við erum að uppfæra hana frá 31.8.2023 fram til dagsins í dag eins og listinn sýnir skráð afrek.

07.09.2024 Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir, 4. hola
30.07.2024 Árni Marteinn Heiðberg, 13. hola
25.07.2024 Bragi Dór Hafþórsson, 8. hola
10.07.2024 Unnur Birna Þórhallsdóttir, 8. hola
02.07.2024 Sigurlaug Ágústs Friðriksdóttir, 8. hola
09.06.2024 Jón Guðni Sandholt jr., 13. hola
07.10.2023 Sigurbjörg Olsen, 8. hola
02.10.2023 Svavar Geir Svavarsson 15. hola
22.09.2023 Jóhanna Elísa, 8. hola
11.09.2023 Gunnar Bergmann Gunnarsson, 13. hola

 

Ef við rennum aðeins yfir tölfræði af Urriðavelli.

LISTI EF FLEST SKIPTI:

4 X HOLU Í HÖGGI
Bjarni Kristinsson hefur farið 4 sinnum holu í höggi og hann á bara eftir að fara holu í höggi á 8. holu Urriðavallar.

3 X HOLU Í HÖGGI
Hjálmar Jónsson, afrekaði m.a. að fara tvisvar holu í höggi sama árið.
Birgir Hólm Björgvinsson

2 X HOLU Í HÖGGI
Þorbjörg Björnsdóttir
Sveinn Arason
Svavar Geir Svavarsson
Sigurbjörg Olsen
Reynir Jónasson
Hendrik Berndsen
Hallgrímur Þorsteinsson
Eyjólfur Unnar Eyjólfsson
Eiríkur Bjarnason
Anna Kristjánsdóttir

Tölfræði á landsvísu sýnir að Hola 8, 15 og 4 á Urriðavelli skila sér í sæti 2,3 og 4 yfir þær holur sem oftast er farið hola í höggi, sú sem trónir á toppnum á Landsvísu er 6 hola á Korpúlfsstöðum. Urriðavöllur situr í 2. sæti á landsvísu og við hvetjum félagsmenn til að koma okkur á toppinn 🙂

 

Bjarni Kristinsson sem oftast hefur farið holu í höggi á Urriðavelli, á t.d. skráða holu í höggi á 6. braut en þegar það er glöggt skoðað

þá er afrekið frá 1994 þegar einungis voru 9 holur á Urriðavelli og því afrekið í raun miðað við daginn í dag á 15. braut.