Skýrsla stjórnar
Ávarp formannsÉg vil þakka öllum félögum í Golfklúbbnum Oddi fyrir samstarfið á nýliðnu starfsári sem var hið rólegasta af viðburðum enda ekkert stórmót haldið á Urriðavelli í ár. Vorið var kalt og sumarið undir pari veðurfarslega en ekki hafa verið spilaðir fleiri hringir en í sumar. Spennandi tímar eru vonandi í vændum hvað varðar hönnun á stækkun Urriðavallar og við vonum að það verkefni fari á flug.

Félagsmenn Golfklúbburinn Oddur

Skýrsla afreksnefndar
LESA MEIRAAð eiga heimili "aðstöðu fyrir íþrótta og félagsstarf" á heimavelli myndi lyfta okkar starfi upp á næsta stig og sá frábæri stígandi sem hefur verið í uppbyggingu á barna og unglingastarfi síðustu ár myndi 100 % skila okkur afrekskylfingum og landsliðsmönnum. Í skýrslu okkar förum við yfir stöðu mála og listum helstu afrek þeirra sem eru okkar fulltrúar á mótum GSÍ og LEK.

Félagsstarf 2024
Meðal viðburða í ár voru fyrirlestrar, reglunámskeið, jólahlaðborð og mótahald þar sem upp úr stóð frábær þátttaka og svo rúsínan í pysluendanum, bændaglíman sem allir skemmta sér konunglega í. Kvennanefndin var svo að sjálfsögðu lífleg og viðburðir þar með nokkuð breyttu sniði frá fyrri árum sem vakti lukku.b

Ársreikningur GO 2024
Rekstur Golfklúbbsins Odds gekk vel á árinu 2024. Ljúflingur og æfingasvæði GO skiluðu flottri afkomu og félagafjöldi í GO er í hámarki og í dag eru um 1000 manns á biðlista. Hægt er að skoða ársreikning og áætlun næsta árs með því að smella á hnappinn hérna fyrir neðan.